Framhaldsbrandarinn vg

Steingrímur formaður sagði opinberlega, þegar álversmálið hennar Kollu bar á góma að ný ríkisstjórn hefði slegið strik við stjórnarskiptin og færu ekki að róta í samþykktum fyrri ríkisstjórnar, því mætti halda áfram að byggja álver.
Verður svo tvísaga í málinu, þegar hann gefur það sterklega til kynna að hann muni breyta ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um hvort leyfa eigi hvalveiðar ! ! !

Þessi skoðunarkönnun hristir líka upp í samfylkingunni, því hún hefur skoðanir eftir útkomu úr skoðanakönnunum. Þannig að eftir birtingu þessarar könnunar má reikna með að samfylkingin styðji veiðarnar.  En ESB er á móti hvalveiðum.  Athyglisvert.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er vanhugsuð þjóðremba sem þessar niðurstöður sýna fyrst og fremst. Hugsanlegt er að skoða hvalveiðar ef; a) Staðfest er að hægt sé að selja afurðirnar. Það er ekki nóg að Kristján Loftsson segi að hægt sé að selja b) Að eingöngu séu veiddar tegundir sem að alþjóðasamfélagið er sannfært um að séu ekki í útrýmingarhættu c) Veiðiheimildirnar verði settar á uppboð sem tryggi mannréttindi, það er jafnan rétt til veiða úr sameiginlegri auðlynd og opnar á möguleika verndunarsinna að kaupa veiðiheimildir.

Þetta er ekki einkamál eins hvalfangara, ráðherra eða flokks.

http://www.gbo.blog.is/blog/gbo/entry/792498/

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.2.2009 kl. 15:48

2 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Gunnlaugur. 

A) það er hægt að selja afurðirnar, það var gert árið 2008

B) þessi tveir stofnar sem heimild var gefin út á eru stórlega vannýttir

C) Allir þeir sem hafa búnað og þekkingu geta veitt hvali, ef þú hefur það ekki, vertu þér þá út um slíkt.

D) Vertu ekki með þetta skítkast í 70% þjóðarinnar, þetta heitir lýðræði.

Stefán Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll. Það var einmitt ákvörðun Alþingis með atkvæðagreiðslu þar um fyrir nokkrum árum síðan að sjávarútvegsráðherra ákvað að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný fyrir þremur árum og svo aftur nú. Vilji Alþingis er að leyfa skuli hvalveiðar í atvinnuskyni. Það hefur ekki verið afturkallað. Sjálfstæðisflokkur, framsókn og hluti Samfylkingar mun greiða því atkvæði ef út í það færi.

Sjávarútvegsráðherra er með þessu að fara að yfirlýstum vilja ALþingis, enda Alþingi sem ræður þessu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 11:46

4 identicon

Áhugavert efni frá Idriða H. Þorlákssyni

Lesa þetta 

101 (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband