Ætli þeir séu ekki að tala við fleiri !!!

Ég trúi samfylkingunni til alls. Ég er viss um að einhverjir prelátar á hennar vegum eru líka að þreifa fyrir sér með samtarf við framsókn og Borgarahreyfinguna. Mjög sennilega eru svo enn aðrir  að tala við sjallana. Þetta er bara svona sem samfylkingin vinnur. Allt að undirlagi Össurar og félaga. Svo er Jóhanna, greiið, í viðræðum við vg af heiluim hug og heldur að hún fái að ráða einhverju. Nei, samflokksmenn hennar voru bara að nota vinsældir hennar til að koma sjálfum sér í stólana. Vitið þið til. Ég spái því að innan árs, dragi Jóhanna sig í hlé af "persónulegum" ástæðum eða eitthvað slíkt, þegar hún verður búin að sjá í gegnum samflokksmenn sína og búin að gefast upp á þeim. 
mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Oddur, ég er sammála þér og það væri ekki neitt nýtt að Sandfylkingin væri með fleiri járn í eldinum, en ég er sannfærðum um að Jóhanna veit allt um það.  Nú á meðan heldur hún VG volgum og hitar undir þeim enn um hríð, kemur svo með úrslitakosti og hótar þeim að leita annað ef VG taki ekki upp ESB stefnu fylkingarinnar.

Svona hefur Sandfylkingin unnið og það hefur ekki orðið nein breyting á þó að heilöl Jóhanna hafi tekið við völdum.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.5.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það hefur enginn frá Samfylkingunni haft samband við þinghóp Borgarahreyfingarinnar - við myndum að sjálfsögðu upplýsa kjósendur okkar ef um slíkt væri að ræða.

Birgitta Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: corvus corax

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur nú þegar sýnt að þeim er skítsama um heimilin og launaþrælana í landinu ef þau aðeins geta varið hagsmuni fjármagnseigenda, auðmanna, ríkisbankanna og ríkisins. Þá mega heimilin og það vanþakkláta hyski fara til helvítis....

corvus corax, 3.5.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef ég þekki samfylkinguna rétt er hún í stöðugu símasambandi við aðra. Að virða heiðursmannasamkomulag er ekki beint hennar sterka hlið. Við þekkjum það. KLM hvað?

Víðir Benediktsson, 3.5.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband