Til Færeyja

Það er í raun sorgleg staðreynd að enginn fjölmiðill sér ástæðu til að ræða við fjármálaráðherra. Sorglegt að hann virðist vera eini maðurinn, sem hefur ekki tekið eftir ástandinu og gengur um og segir öllum sem heyra vilja að ekkert sé að. Þetta er sá sem á að sjá um kassann.

Það er barnalegt hjá fullorðnu fólki og jafnvel forystumönnum stórra samtaka, að halda, að upptaka evrunar sé ein alls herjar lausn. Ætli lausnin sé ekki frekar fólgin í því, að almenningur hætti að taka (sennilega allir hættir) mark á þessum litlu körlum sem töldu sig kunna allt og geta allt og allt yrði að gulli sem þeir snertu. Það fer ekki mikið fyrir þessum jólajeppum núna.

Lausnin er augljós á þessu öllu saman.
Semjum við frændur okkar, Færeyinga, að fá að taka upp færeysku krónuna. Hún er bundin við þá dönsku og sú danska við evruna.    Kling!!!!!!!

 


mbl.is Upptaka evru ekki möguleg án ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Árni hefur verið í felum síðan hann færði okkur Norðlendingum 3. flokks dómarann til að þóknast guðföður sínum.

Víðir Benediktsson, 14.7.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það nú ekki bara guðsþakkarvert að vera hlíft við miklum yfirlýsingum frá "greiningardeild" fjármálaráðherrans okkar. Nóg er nú baslið og ráðleysið fyrir.

Vonandi bara að honum hafi tekist að fá gott verð fyrir stofnfjárhlutinn sinn í Sparisjóðnum áður en hann lækkuði!

Árni Gunnarsson, 14.7.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband