Upplýsið þetta strax

Að bíða og þráast við verður í besta falli til þess að fólk telji flokkinn vera að finna sér tíma til að fela eitthvað. Ég hugsa að flestir geri ráð fyrir að  stóra S-ið, Finnur, Ólafur, Þórólfur og co hafi launað fyrir sig.
Það er nú ekki úr háum söðli að detta fyrir flokkinn . Strax upp á borð með þetta.

 

 


mbl.is Framsókn leitar samþykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Oddur, vilt þú ekki að menn haldi orð sín?

Þessir styrkir eru gefnir undir því fororði að ekki yrði upplýst um gefendur.

Samfylkingin gefur þá út þrátt fyrir að hafa lofað þeim trúnaði.

Það minnir mann á trúnað Samfylkingarinnar við stefnuskrá og kosningaloforð sín.

Gestur Guðjónsson, 11.4.2009 kl. 21:29

2 identicon

Þegar látnir eru fjármunir af hendi, sem eru það miklir að venjulegri framsóknarkonu tæki nokkur ár að öngla það inn á sínar tvær hendur.

Er þá nokkuð til of mikils mæls að gefa upp gjafarann og tilefni gjafar.          Ef ég hefði minnsta áhuga á að kjósa Framsókn, þá yrði þetta að liggja fyrir.  Hver gefur peninga?  Hver tekur á móti þeim?  Eru þeir vel fengnir?  Og hvernig hefur þeim verið varið?.......   Í mútur, kannske einhverjar fyrirgreiðslur sem ekki þola dagsins ljós.

En að vera að bíða eftir einhverju vilyrði að megi upplýsa, Þá er eitthvað ekki hreint í pokahorninu.  Þá fer margur að leggja saman tvo og tvo.  Og þá er undir hælinn lagt hvort út koma fjórir eða einhver önnur tala.

J.þ.A (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 06:55

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

JþA Byrjum á að halda því til haga að nú eru komin ný lög um fjármál stjórnmálaflokkanna, þar sem þessari tortryggni er eytt. Þeir sem láta fé af hendi rakna vita fyrirfram að þeirra nafn mun koma fyrir sjónir almennings.

Sú lagasetning er ekki að ástæðulausu. Veit um dæmi þess að styrkjum hafi verið hafnað einmitt vegna þess að þeim fylgdu kröfur eins og þú lýsir.

En ef menn hafa komist að samkomulagi um trúnað ber að halda hann eins og önnur samkomulög sem gerð eru. Þess vegna verður auðvitað að óska samþykkis þeirra sem veittu styrki áður en nafn þeirra er gefið upp.

Annað er óheiðarlegt.

Gestur Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 08:16

4 identicon

Gestur Guðjóns.  Og hvað svo, ef enginn vill gefa upp sínar gjafir,  á þá að þegja ?...............   Og ég sem væntanlegur kjósandi, á ég að sætta mig við það ?.....

J.þ.A (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nú er búið að gefa þetta upp, veitendur hafa veitt samþykki sitt. Betur væri að aðrir flokkar kynnu að koma fram með sómasamlegum hætti.

Gestur Guðjónsson, 12.4.2009 kl. 20:42

6 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Helv... hefur S-hópurinn verið nískur. Eins og á við svo vel núna , þegar allir eru búnir að fá sinn málshátt.  "Sjaldan launar kálfur ofeldið."

Oddur Helgi Halldórsson, 13.4.2009 kl. 09:24

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Já Oddur. Þetta eru óttalegar nánasir

Gestur Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 09:31

8 identicon

Sammála þér Gestur.            Vonandi sjá aðrir flokkar sóma sinn og sýna  gegnsæi í fjármálum sínum.   Betra er seint en aldrei...

J.þ.A. (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband