Stóra Matadorið

Auðvitað hlaut að koma að því að litlu strákarnir í stóra matadorinu færu sér að voða. Að kaupa Danmörku er fínt, en það hefði kanski verið skárra að eiga fyrir henni. Ég geri samt ráð fyrir að þeir reyni að selja í dönskum krónum, því sú íslenska er eitthvað ofboðslega slöpp núna. Það er litlu strákunum að kenna. Líka samtökum iðnaðarins, sem hafa verið manna duglegastir að tala niður íslensku krónuna. Já ég segi tala niður, því samtökin eiga stóra sök á vantrú manna á krónunni. Eru menn, svona einfaldir?, virkilega? að halda að alllt slæmt hverfi með Evru-upptöku?. Hvernig eigum við að taka hana upp? Engin svör.... SI ætti að vinna vinnuna sína betur. Verst að ég borga fyrir þetta , meðal annars, með aðildargjöldum fyrirtækis míns.
En aftur að litlu strákunum í stóra matadorinu. Ef þeir hefðu ekki haldið að þeir væru orðnir stórir (áttuðu sig ekki á að þeir væru holir að innan)  og farið í "óopinbera keppni" um hver þeirra gæti eytt mest í vitleysu og flottræfilshátt, væru fyrirtæki þeirra ekki svona illa stödd í dag. Enda fer ótrúlega lítið fyrir þeim í dag.
mbl.is Gætu þurft að selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband