8.6.2008 | 23:56
Fjölnotahús í Hrísey
Í dag fór ég út í Hrísey og var viðstaddur víxlu á nýju og glæsilegu Fjölnotahúsi. Húsinu tilheyrir íþróttasalur, þreksalur, kennslueldhús, fundaraðstaða og ekki síst nýuppgerð sundlaug og heitir pottar. Húsið er allt hið glæsilegasta og nýtist vonandi Hríseyingum og gestum vel. Það tókst vel upp með þessa byggingu, sem byggð var af rausnarskap og metnaði.
Til hamingju Hríseyingar!
Þess má geta að engin pólitískur ágreiningur var um þessa framkvæmd í bæjarstjórn, en bygging hússins var ákveðin á síðasta kjörtímabili.
Því miður verður að segjast að ekki er eins mikill metnaður í núverandi meirihluta bæjarstjórnar og framkvæmdir við íþróttamannvirki í öðrum hverfum bæjarins, lýsa ekki áræðni og framsýni.
Við Giljaskóla á að fara að reisa íþróttahús. Það verður með mjög góðri aðstöðu til fimleikaiðkunar (tími til kominn), en íþróttasalurinn er of lítill að mínu áliti og rúmar ekki löglegan handboltavöll, hvað þá áhorfendur.
Byrjað er á Naustaskóla, en í 1. áfanga er ekkert íþróttahús. Samt sem áður virðist vera búið að ákveða stærð þess. Það rúmar ekki heldur löglegan handboltavöll. Í hverfi, sem mun telja 8000 íbúa, þegar það er fullbyggt.
Það virðast bara vera minni sveitarfélög og Akureyrarbær, sem byggja svona litla íþróttasali. Þvílíkt metnaðarleysi, þvílíkt kjarkleysi og þvílíkur skortur á framtíðarsýn hjá núverandi meirihluta sjálfstæðisflokks og samfylkingar
Af mbl.is
Erlent
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
Athugasemdir
Sæll og velkominn á bloggið.
Víðir Benediktsson, 9.6.2008 kl. 22:00
Gangi þér vel í bloggheimum
Karl Eskil (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.