24.6.2008 | 20:27
Rekstur Menningarhúss
Ársreikningar Akureyrarbæjar voru í dag til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Reksturinn var mjög góður árið 2007 og er það ánægjulegt. Auðvitað gat hann ekki verið annað en góður, því aðstæður í þjóðfélagina hafa verið með allra besta móti og rekstrarumhverfi mjög hagstætt. Við vonum bara að árið 2008 komi eins vel út, sem ég er ekkert sérlega bjartsýnn á.
Á næsta ári bætist svo við gjaldameginn mjög stórir póstar og vegur þar rekstur menningarhúss langmest. Væntanlegur rekstrarkosnaður hefur verið hálfgert feimnismál hjá meirihlutanum og þeir hafa forðast eins og heitan graut að ræða um hann. ég er ekki viss um að meirihlutinn sé búinn að átta sig á hversu hár hann verður.
Ég fór aðeins yfir þetta í grein í Vikudegi um daginn, sem má lesa hér http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=1949 . Þar fjallaði ég fyrst og fremst um afleik sjálfstæðisflokks í samningi við ríkið um aðkomu að rekstri og vöntun á verðtryggingu hlutar ríkisins í byggingarkosnaði.
Ég get ekki betur séð með lauslegum útreikningi að reksturinn verði um 340-360 milljónir á ári, eða eins og ég segi í greininni, 1 milljón á dag. Ég er hræddur um að þetta taki einhvers staðar í. Þess má geta að samkvæmt ársreikningi fyrir 2007 voru heildarframlög bæjarins til menningarmála 373 milljónir, með ríkisframlagi upp á sem ég man ekki hvert var, ein einhvers staðar í kringum 100 milljónir.
Áætlun 2008 gerir ráð fyrir 345M til menningarmála, þar af 120M frá ríki. Þannig að bærinn leggur beint í þennan málaflokk um 225M. Á næsta ári bætist svo menningarhúsið við, um 350M, en engar viðbótargreiðslur frá ríkinu. Þannig að hlutur bæjarins fer úr 225 milljónum á ári í 575 milljónir, eða hækkar um 150%.
Það er óskandi að ríkisstjórnin leiðrétti þennan afleik sjálfstæðismanna á Akureyri í samningnum.
Athugasemdir
vont ef rétt er !
DÓNAS, 26.6.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.