Hinn raunverulegi vandi

Þessi frétt undirstrikar hver er hin raunverulega ógn við samfélagið.
Mér finnst oft með ólíkindum hversu lögreglan stendur sig vel í þessarri baráttu miðað við þær aðstæður, sem henni er búin, með t.d. fjárveitingum frá ríkisvaldinu. Það væri mikið þjóðþrifamál að auka fjárveitingu til þessarra mála. Við græðum öll á því þegar upp er staðið. 
Eiturlyfjaneysla eyðileggur alla. Ekki bara neytandann, heldur líka fjölskyldu hans og samfélagið allt.
Við verðum að beita öllu afli og öllum tiltækum ráðum gegn þessu böli.

 


mbl.is Átök innan fíkniefnaheimsins á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki eiturlyfin sem valda atburðum sem þessum, heldur sé staðreynd að þau séu ólögleg.

Ef fullorðið fólk fengi að innbyrða það sem þau sjálf kjósa og þyrftu ekki að versla við glæpamenn til þess að komast yfir efni, þá myndu öll svona slagsmál hverfa.

BNT (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Sammála ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 27.6.2008 kl. 11:48

3 identicon

Já einmitt BNT og Amsterdam er algjör draumaborg, tilvalinn staður til þess að ala upp börn.  Hegðun fólks undir áhrifum fíkniefna breytist ekki þó efnin séu versluð út í apóteki eða átvr.  Slagsmál sem þessi snúast líka sjaldan um einhver yfirráð í fíkniefnaheiminum, hérna á Íslandi. -  Oftast snýst þetta um einhvern tittlingaskít eins og - ertu að horfa á mig, á ég að fo**ing stúta þér ! og svo hleðst uppá það.

Gústaf (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 12:59

4 identicon

Sæll Oddur - mig grunar að við séum skyld - það er ef Dóri skó er pabbi þinn! Ég er dótturdóttir Ástu systur hans. Langaði bara að kasta á þig kveðju fyrst ég rakst á síðuna þína.

Er annars alveg sammála því sem þú segir hér að ofan.

kv, Valgerður Ósk Einarsdóttir 

Valgerður Ósk Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:21

5 identicon

Oddur lögreglan nær ekki meira en 2-3% af þeim efnum sem er neitt hér á Íslandi.

Ætlastu til að lögreglan taki öll fíkniefnin og setji hundruð manna í fangelsi fyrir að vilja önnur fíkniefni en eru þér að skapi?

Virkaði áfengisbannið svona vel? eða gerðist það sama og með fíkniefnin, til varð svartur markaður.

Oddur hugsaðu aðeins þó það væri ekki nema smá.

Andri (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 19:15

6 identicon

Já, mikið óskaplega er ég sammála þér Oddur, það þarf að stórefla baráttuna gegn fíkniefnum, eiginlega er mér sama hvaða meðulum er beitt í þeirri baráttu.

Skyldi þetta fólk sem vill lögleiða fíkniefnin, vera dópistar ?  Manni dettur það helst í hug, varla getur annað legið að baki.

Kveðja.

SA

SA (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 00:12

7 identicon

Það er nú óþarfi að kalla fólk dópista fyrir það eitt að vera ósammála sér.

SA sú barátta gegn fíkniefnum hingað til hefur ekki skilað neinum árangri, eða hvað?

Þó kannabisreykingar séu löglegar í Amsterdam þá reykja 40% færri þar en í Usa þar sem kannabis er bannað, góður árangur það?

Í Swiss hafa sprautufíklar fengið frítt heróín hjá yfirvöldum í 13 ár
auðgunarbrotum til fjármögnunar á neyslu hafa fækkað um 60%, engin hefur dáið í 13 ár af of stórum skammti og smitsjúkdómar eru úr sögunni. 

Heymildir www.leap.cc

Á leap.cc má finna viðtöl við lögreglumenn og dómara sem vilja lögleiðingu á öllum fíkniefnum.  

Vandinn er kannski misleitt fólk sem styður þessa fáránlegu stefnu yfirvalda gagnvart fíkniefnaneytendum.  

Andri (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 00:45

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er dópið sem gerir fólk ruglað en ekki hvort það er löglegt eða ólöglegt. Morð og nauðganir sem menn fremja undir áhrifum fíkniefna er vegna efnisins sjálfs en ekki lagarammans. að halda öðru fram er veruleikafirring.

Víðir Benediktsson, 29.6.2008 kl. 23:47

9 identicon

Ef engin eftirspurn væri eftir þessu, þá væri enginn að selja!, en ef fólk heldur að það sé hægt að stoppa eiturlyf með því að dæla meira fé í lögreglu og tollverði, þa´er það bara bull!!!, ég komst á þessa skoðun eftir að ég horfði á myndina TRAFFIC, það verður að stoppa þetta innanfrá þ.e.a.s með börnunum okkar, fræða þau gefa okkur tíma með þeim, tala við þau osf, þannig að besta forvörnin er fjölskildan..... en ekki að setja upp lögregluríki hér.

ég skora á fólk að horfa á myndina, hún að mér finnst lýsa ástandinu best.

bæjarbúi (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband