Flestir eiga nóg með sitt

Auðvitað á að reyna að hjálpa þeim sem minna meiga sín. Hins vegar er ég ekkert hissa á að þátttaka í söfnuninni sé dræm. Fólk hefur nóg með sitt núna. Það er ekkert smáræði sem ólgusjór undanfarinna daga kemur við heimilin í landinu. Allt ríkur upp, nema launin og erfiðara er að standa í skilum og ná endum saman. Engin veit hvað gerist næstu daga. Eðlilegt að fólk haldi að sér höndum.

Það eru blikur á lofti alls staðar í heiminum. Ekki bætir það úr skák, að hér á Íslandi hafa litlir karlar verið að leika sér i stóru matadori og engin unnið (farðu beina leið í steininn. Þú færð engar 2000kr, þótt þú farir yfir byrjunarreitinn). Ríkisstjórn ráðalítil og svo mesti brandarinn, fjármálaráðherra. Hvar er hann? Hvað er hann að gera? Veit hann af þessu?  


mbl.is Dræm þátttaka í Göngum til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég er sammála þér Oddur! og fjármálaráðherrann - hann veit ekkert enn því hann er enn í Matador

Páll Jóhannesson, 4.10.2008 kl. 18:14

2 identicon

Sæll ...

Heyrðu ég var að koma inn, var að ganga um með bauk í Hafnarfirði og ég verð að segja að ég fékk aðeins eitt NEI, en annars voru allir tilbúnir að gefa eitthvað - sem kom mér svoldið á óvart! Ég fyllti baukinn á mettíma!

Fólk er samt gott og tilbúið að gefa af sér þótt allir séu í erfiðri stöðu! Merkilegt

Silja (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:40

3 identicon

Það er ekki að sjá að fólk sé að halda að sér höndum. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/04/mikill_ahugi_a_nyrri_verslunarmidstod/

Kannski einhver hefði átt að fara þangað og sjá hversu gjafmildir Íslendingar eru í innkaupaæðinu.

linda (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Anna Guðný

Tíminn kostar ekkert og því tilvalið fyrir þá sem ekki hafa efni á að gefa að fá einn bauk og taka nokkrar götur. Ég fór sjálf og tók nokkrar götur í mínu hverfi og gekk mjög vel. Er með sömu upplifun og Silja. Fékk aðeins tvö nei (skrýtið nokk, í bæði skiptin frá karlmönnum á ca. ykkar aldri ) Annars gáfu allir, mjög mismikið. Sumir lítið , aðrir meira. En flest allir sem gáfu , gáfu með bros á vör.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Ja ég hef góða samvisku gagnvart þeim sem heimsóttu mig. Gott að heyra að menn tóku vel á móti söfnunarfólkinu Þtta er rétt hvað varðar  verslunaræðið. Ég tel að það sem hafi hvatt fólkið sé gamla góða verðbólgu og gengisfalls-hræðslan. Að ná þessu á gamla verðinu, því þetta verður svo miklu hærra næst

Oddur Helgi Halldórsson, 4.10.2008 kl. 20:25

6 Smámynd: Anna Guðný

Efast ekki um það Oddur að þú hafir góða samvisku Auðvitað eiga allir að hafa góða samvisku þó að þeir hafi ekki gefið í þessa söfnun. Stundum á maður bara ekki pening og það er allt í góðu.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband