10.2.2009 | 14:23
Halló strákar !
Þar sem vel hefur komið í ljós, að þótt stjórnendur íslensku bankana, virðast ekki láta sjá sig, þá lesa þeir greinilega blöðin og netið. Þeir eru því væntanlega búnir að lesa þessa frétt. Þeir hafa verið duglegir (sérstaklega Kaupþingsmenn) að senda frá sér alls konar yfirlýsingar í tilefni ýmissa frétta. Því geri ég ráð fyrir því að þeir verði snöggir núna að bregðast við og senda frá sér afsökunarbeiðni. Því svo sannarlega eigum við það skilið. Mér sýnist við uppgjör bankanna að komi berlega í ljós, að þessir menn hafa aldrei hoggið nálægt skynsamlegri ákvörðun í stjórnartíð sinni. Þess vegna eru allir bankarnir í botnlausum skuldum umfram eignir.
Koma svo strákar ! ! !
Bankastjórar biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst nú bankastjórar eiga það sameiginlegt með flestum pólitíkusum, svo ég tali nú ekki um útrásarvíkinga.........
....að það er dálítið erfitt að biðjast afsökunar og segja af sér.
Páll A. Þorgeirsson, 12.2.2009 kl. 21:56
Mér þykir þú bjartsýnn Oddur Helgi !! Hvað fékkst þú í morgunmat ?
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:30
og takk fyrir hótelleitarábendinguna,- fengum þetta fína 4rastjörnuhótel ( á vetrartilboði) við Hyde Park ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:30
Sæl Þórhildur . Flott með Hótelið. Skemmtið ykkur vel
Ég er sjálfur að fara 19.-22. febrúar. Verð á Hilton Park Lane. (Við Hyde Park Corner ) Aldrei verið á Hilton í London fyrr, en annars staðar og líkað vel. (Fæ þetta fyrir vildarpunkta)
Oddur Helgi Halldórsson, 12.2.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.