3.6.2009 | 16:22
Já teldu fólki trú um það!!
Alveg er það merkilegt, hvernig þetta lið hefur snúist. Það var ekki mikið að marka kosningabaráttuna hjá því. Núna ætlar liðið að telja okkur trú um að ástandið sé ekki svo slæmt. Það er eina lausnin sem þau hafa á vandamálin, telja fólki trú um að vandamálið sé ekki stórt. Ætli skuldugu fóli líði ekki strax betur!!! Þvílík skömm, að fullorðið fólk, sem ætlast til að það sé tekið alvarlega skuli haga sér svona. Skammist ykkar. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að þetta lið hefur engar lausnir. Þetta vissi ég, en því miður voru allt of margir, sem trúðu samfylkingunni fyrir kosningar
Skuldavandinn minni en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru tölur fengnar frá Seðlabanka Íslands eftir ýtarlega rannsókn bankans. Hefur þú einhverjar staðfestar tölur um annað?
Hvort eru það þeir, sem tala út frá stafestum tölum eða þeir, sem tala út frá tilfinningu sinni, sem ber að taka alvarlega í umræðu um efnahagsmál?
Það hefur reyndar komið í ljós að þær aðgerðir, sem stjórnvöld hafa farið út í hafa gangast meginhluta þeirra, sem eru í greiðsluvandræðum. Greiðsluaðlögunin mun síðan taka á vanda þeirra, sem þær aðgerðir duga ekki fyriri. Höfum í huga að hluti þeirra, sem eru í verstu aðstæðunum voru komnir í slæm mál fyrir bankahrun og þá í mörgum tilfellum vegna þess að þeir fóru óvarlega í fjármálum. Síðan eru þeir, sem hafa lent í verri áföllum vegna bankahrunsins en aðrir til dæmis þeir, sem hafa misst vinnuna. Það þarf að hjálpa þeim og geta bæðí greiðslufrystingar og greiðsluaðlögun gert það.
Staðreyndin er sú að fólk, sem fór varlega í fjármálum og hefur haldið vinnunni getur komist út úr kreppunni með þeim leiðum, sem stjórnvöld hafa farið út í og dugar greiðslujöfnunarvísitalan þeim í flestum tilfellum. Síðan er einfaldlega stór hluti þjóðarinnar enn með tekjur til að greiða sínar skuldir og þarf ekki að nýta sér neinar þær leiðir, sem stjórnvöld hafa farið út í til aðstoðar heimilum landsins. Það kemur skýrt fram í þessari skýrslu Seðlabankans.
Sigurður M Grétarsson, 3.6.2009 kl. 18:40
Já Oddur minn kæri, "Fyrr má nú rota en dauðrota", við megum nú ekki blindast af reiði og andúð gagnvart einstökum flokki svo skynsemin beri okkur ofurliði, held nú að hann Sigurður hafi ýmislegt til síns máls hér að ofan, þó vissulega vandi margra sé mikill og við sjáum auðvitað ekki fyrir endan á öllum þjóðarhremningunum! Vextirnir verða auðvitað og þurfa að lækka mun meira og það veist þú auðvitað einna manna best, fyrirtækisrekandin í mörg ár.
Annars var ég aðeins að blaðra um dáðadrengina þá binna og Elmar Sindra og plötuna þeirra, loksins loksins, sem ég hafði sagt þeim fyrrnefnda er ég fékk gripin.
Magnús Geir Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 23:30
..sem ég hafði sagt þeim fyrrnefnda AÐ ÉG MYNDI GERA, átti nú að standa þarna.
Magnús Geir Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 23:32
ÞAkka athugasemdirnar drengir. Spyrjum að leikslokum.
Oddur Helgi Halldórsson, 4.6.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.