Helgin framundan

Það var góð grein í Vikudegi í gær (er líka inn á vikudagur.is) eftir Braga Bergmann. Þarna er  í hnotskurn farið yfir verslunarmannahelgar undanfarinna ára.

Að bæjarstjóri skildi setja aldurstakmark á tjaldstæðin í fyrra, kom ekki bara í bakið á Braga og félögum, heldur kom þetta líka öðrum í bæjarstjórn á óvart.  Þetta var með hreinum ólíkindum að hún skildi gera þetta, því við í bæjarráði höfðum á fundi rétt áður fjallað um hugsanleg aldurstakmörk, en ákváðum að hafa ekki aldurstakmörk, önnur en landslög segja til um eða 18 ár. Hún braut því í raun gegn vilja bæjarráðs, sem hún má ekki gera. Svo vitið þið hvernig þetta er brætt saman eftir á  af meirihlutaflokkunum og allt látið líta út fyrir að hafi verið  ósköp  eðlilegt og sjálfsagt.

Í hönd fer stór ferðamannahelgi hér á Akureyri. Hún byrjaði reyndar  í  gær með  AIM Festival 2008. Síðan eru Bíladagar, Bílaklúbbs Akureyrar og ýmislegt annað.  Það má svo segja að helgin endi ekki fyrr en á þriðjudag, þegar við höldum þjóðhátíðardaginn hátíðlegan.

Veðrið er ekkert sérstakt núna, sólin er við það að brjótast fram og hiti um 10°. Veðrið fer hins vegar batnandi, samkvæmt spám, því lítur út fyrir skemmtilega daga framundan.
Ég vona að allt fari vel fram og verði okkur öllum til sóma, bæði Akureyringum, mótshöldurum og gestum. Mikið var ég óhress með ákvörðun skátana að loka á fullorðið fólk á tjaldstæðunum. Að menn skuli enn falla í þá gryfju að draga fólk í dilka eftir aldri. Við höfum lög, sem taka á þessum málum og við eigum að láta þau gilda.

Bjóðum alla gesti okkar velkomna, látum þeim líða hér vel og skemmtum okkur með þeim. Látum jákvæðni og brosið ráða ríkjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Velkominn í Moggabloggkommúnuna Oddur Helgi. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.6.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Las grein Braga. Þetta er bara skandall.

Víðir Benediktsson, 13.6.2008 kl. 22:04

3 identicon

Það var gaman að hitta kallinn í dag,vonandi að þú finnir staupin !!!!

Kær Kv

Binni D

Binni pa bekken (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Ingimar Eydal

Sæll Oddur

Vildi bara benda þér á þetta blogg: http://gylfig.blog.is/blog/gylfig/entry/568128/

Spurning um að koma þá með hugmyndir að öðrum lausnum??

Kv.

IE

Ingimar Eydal, 15.6.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband