1.7.2008 | 20:27
Nýtt orðatiltæki
Ef einhver er hissa á dvínandi vinsældum ríkisstjórnarinnar, þá minnir það á krakkann sem spurði kennarann í skólanum: Er hægt að refsa manni fyrir það sem maður hefur ekki gert? Nei auðvitað ekki segir kennarinn. Gott segir krakkinn, ég lærði nefnilega ekki heima!!!
Þessi ríkisstjórn hefur afskaplega lítið sýnt. T.d Árni fjármálaráðherra, það er eins og hann sé í afneitun. Yfir þjóðina skellur hver holskeflan á eftir annarri og hann sér það ekki. Segir bara að allt sé í lagi og allt verði gott. Rankaði aðeins við sér og varð sjálfum sér til minnkunnar með ráðningu og rökstuðningi. Kristján Möller byrjaði að krafti, en nú er búið að svæfa hann líka. Geir heldur að hann hafi þann ógnar sannfæringakraft sem Davíð hafði og nóg sé að hann segi nokkur orð. Svona mætti lengi telja.
Reyndar er nýr frasi orðinn vinsæll. Frasinn merkir að gera ekki neitt. Frasinn er "AÐ HAARDAST"
![]() |
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.