Sammála

Ég er sammála danska menntamálaráðherranum og þykir miður að enskan sé tekin fram yfir. Að sjálfsögðu er það skiljanlegt, en samt leiðinlegt. Við lærðum dönsku og lærum enn, en ég geri ráð fyrir að okkar unga fólk noti enskuna frekar. Í norrænu samstarfi er líka oft tekið tillit til finna, en þeir skilja yfirleitt ekkert nema ensku. Ég hef töluverð samskipti við aðrar norðurlandaþjóðir, vegna vinnunnar, en þó aðallega vegna vinabæjarsambands Akureyrarbæjar. Þar hef ég það fyrir reglu að nota mína útgáfu af "skandinavísku" og dugar hún í flestum tilfellum. Sérstaklega þegar ég er búinn að fá mér aðeins!!!
mbl.is Skandínavísk ungmenni skilja ekki hvert annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er ekkert bara unga fólkið. Ég get ekki bjargað mér á skandinavísku, þótt ég tali þrjú önnur tungumál reiprennandi.

Villi Asgeirsson, 18.8.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef maður fær sér aðeins talar maður öll heimsins tungumál. Verst að það eru bara svo fáir sem vilja hlusta.

Víðir Benediktsson, 18.8.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Tek undir með þér Oddur.  Gamla, góða barnaskóladanskan hefur nú aldeilis nýst vel.  Þarf ekkert endilega að fá mér í aðra tána til að skilja amk Nossara, Svía og Færeyinga ( Danir stundum erfiðastir ;) en þori kannske síður að tjá mig.  Verð alveg fljúgandi fær þegar komið er í aðra..........best í færeyskunni !!

p.s. mér finnst líka hafa gagnast mjög vel að horfa á hina frábæru dönsku þætti sem hafa verið á RUV undanfarin ár.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 18.8.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband