26.4.2009 | 22:52
Eiga þó eitt sameiginlegt
Þessir flokkar ætla að fara að vinna saman!!!!. Það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra verður fljótari að svíkja kjósendur sína í skiptum fyrir stóla. Ég geri ráð fyrir því að Jóhanna hafi upplýst, fátæka atvinnulausa fólkið hvert atvinuleysið er í ESB löndunum. Það sem Steingrímur sagði með Ártúnsbrekkuna var líka athyglisvert, því mér hefur alltaf fundist andstaða vinstrigrænna við hvers konar atvinnuuppbyggingu, stóriðju og virkjanir aukast í réttu hlutfalli við fjarlægðina frá 101 Reykjavík.
Eitt eiga þessir flokkar þó sameiginlegt, þeir hafa enga lausn á atvinnuleysinu
Eitt eiga þessir flokkar þó sameiginlegt, þeir hafa enga lausn á atvinnuleysinu
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eini flokkurinn sem setti saman raunhæfar tilögur um úrbætur á vinnumálum var Sjálfstæðisflokkurinn. Aðrir komu með ágætis hugmyndir að nokkru leyti en áætlun Sjálfstæðismanna var heilsteypt. Því miður lítur út fyrir að erfitt verði með aðeins 16 þingmenn að koma áætluninni í framkvæmd.
Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.