Bæjarstjóralaun

Það er afar sérkennilegt, þótt ekki sé meira sagt, hvernig samið var við bæjarstjórann í Grindavík. Það er eðlilegt frá hans hlið að reyna að semja um sem best kjör og ekki við hann að sakast. Hins vegar má spyrja sig að því hvernig bæjarfulltrúum gat dottið í hug að gera svona samning. Þetta hlýtur að flokkast undir klúður, eða hreint og klárt ábyrgðarleysi og vanvirðing við það fólk, sem kaus þá til að sjá um sameiginlega sjóði bæjarbúa. Þessi smaningur er til skammar fyrir þá sem hann gerðu.

Svona "bæjarstjóravitleysa" er svo sem víðar en í Grindavík og birtist í ýmsum myndum.  Á það samt yfirleitt sameiginlegt að tengjast sjálfstæðisflokknum á einn eða annan hátt.

Hér á Akureyri er okkur t.d. boðið upp á þrjá bæjarstjóra, þetta kjörtímabil. Þau Kristján Þór, Sigrúnu Björk og svo væntanlega Hermann. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur ágætislaun, enda mikið starf. Ég hef nú stundum gagnrýnt ráðningasamningana, en þeir eru sem betur fer ekkert í líkingu við Grindavíkurgjörninginn. Samt er í raun og veru, afskaplega sérkennilegt samningaferli í kring um þetta.

Það voru Sigrún Björk og Hermann, sem sömdu við Kristján Þór. Hermann og Kristján Þór, sömdu við Sigrúnu Björk og svo koma Kristján Þór og Sigrún Björk til með að semja við Hermann!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DÓNAS

ja hvað getur maður sagt ? svona er nú ástandið hér í blámanum hjá kvennaflokkumsjálfstæðis.............

k.The Artist

DÓNAS, 13.7.2008 kl. 15:12

2 identicon

Það má alveg sakast við svona græðgisgrísi og ómögulegt að þeir séu stikkfrí þegar upp um þá kemst.  Hitt er annað að kjörnir fulltrúar sem haga sér svona geta á engan hátt talist starfi sínu vaxnir.

marco (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tek undir með þér að bæjarstjóravitleysurnar en þessir kaplar ganga út á flest annað en málefni og skilvirka stjórnsýslu.

Sigurjón Þórðarson, 18.7.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband