Úrdráttur úr grein í Vikudegi

 Hér er krækja á greinina  http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=2634

Áhrif stóra Matadorsins á Akureyri

 

Við förum ekki varhluta af því hvað er að gerast í heiminum og hvernig það leikur okkur Íslendinga. Það er alveg sama hvað við reynum að koma sökinni á heimsástandið. Böndin berast alltaf að “litlu strákunum í stóra Matadorinu”. Það sem hefur stjórnað gerðum þeirra er bara eitt: GRÆÐGI !!

Þeir hafa verið í kappi við hvern annan, við að reyna að kaupa heiminn og nágrenni. Þess á milli virðist aðal keppikeflið hafa verið, hver þeirra gæti eitt mest í vitleysu og óþarfa. Einkaþotur, flottar veislur, fínir bílar, heimsfrægir skemmtikraftar, snekkjur, stórbrúðkaup, kaupréttir og bónusar. Svona mætti lengi telja

.

Hversu merkilegir og ómissandi voru þessir menn og hvað dýrmætur var tími þeirra, þannig að þeir urðu að eiga þotu, en gátu ekki notað áætlunarflug, sem  fer margar ferðir á dag til helstu borga Evrópu og Ameríku. Hvaða uppsprettu auðs fundu þeir, sem aðrir höfðu ekki fundið? Jú þetta var allt saman “Nýju fötin keisarans”. Ekki neitt, enda hvarf það allt í einu.

 

Íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir því að þrífa eftir þessa gutta. Það mun setja mark sitt á allt hér, ríkissjóð, sveitarfélög og hið venjulega heimili. Allir verða að taka á sig auknar birgðar. Kaupmáttur rýrnar og íslenska krónan lætur undan. Við dettum mörg ár aftur í tímann í lífsgæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

Akureyringur,
úr Þorpinu,
úr Bótinni. 

Blikksmiður
Iðnrekstrarfræðingur
Bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri.
Þórsari af lífi og sál
Arsenalmaður
Ferrari-fan

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband